Snúast blöðin gegn Blair? Guðmundur Magnússon skrifar 14. mars 2005 00:01 Bresk dagblöð eru pólitískari en við eigum að venjast víðast hvar á Vesturlöndum. Þótt því fari fjarri að þau séu flokksblöð eins og tíðkuðust hér á landi til skamms tíma hika bresku blöðin ekki við að taka afstöðu með eða móti stjórnmálaflokkum í kosningum. Afstaða blaðanna birtist þá ekki aðeins í ritstjórnargreinum heldur getur hún litað allan fréttaflutning þeirra. Þetta á ekki síst við um svokölluð götublöð, síðdegisblöðin sem stundum eru kölluð "gula pressan". Nú eru kosningar framundan í Bretlandi. Einhvern næstu daga verður tilkynnt um kjördag sem verður í maí. Tony Blair forsætisráðherra hefur á valdaferli sínum átt því láni að fagna að njóta mikils velvilja hjá pressunni. Það hefur verið að breytast á undanförnum mánuðum. Blöðin eru orðin miklu gagnrýnni og neikvæðari í hans garð. Íraksmálið á drjúgan þátt í því en mörg fleiri mál eiga einnig þátt í þessari breytingu. Sumir trúa því að afstaða blaðanna geti ráðið úrslitum um hvort ríkisstjórn Verkamannaflokksins fellur eða heldur velli í kosningunum. Það er umdeilanlegt. Þótt engir neiti því að dagblöð hafi mikil hrif á skoðanamyndun hefur ekki verið sýnt fram á það í kosningarannsóknum að einhlít fylgni sé á milli stefnu blaðanna og kosningahegðunar lesenda þeirra.Engir trúa eins mikið á áhrifamátt fjölmiðla og stjórnmálamenn.Um allan heim eru þeir gagnteknir þeirri hugmynd að fjölmiðlar ráði úrslitum um velgengni þeirra. Tony Blair hefur verið í þessum hópi. Allan valdaferil sinn - og raunar áður en hann varð forsætisráðherra - hefur hann lagt gífurlega áherslu á að mynda traust og vinsamlegt samband við helstu fjölmiðla. Þess vegna er sú staða sem nú er komin upp í Bretlandi honum mikil vonbrigði. Fjallað er um samband Blair og bresku blaðanna í nýjasta hefti vikuritsins Economist í tilefni af útkomu bókar þar sem fyrrverandi ritstjóri götublaðsins Daily Mirror, Piers Morgan, rekur einkar hreinskilnislega samskipti sín við forsætisráðherrann og fleiri fyrirmenn. Morgan segir að á ferli sínum hafi hann tuttugu og tvisvar sinnum snætt hádegisverð með Blair, sex sinnum kvöldverð, tekið við hann sex einkaviðtöl og tuttugu og fjórum sinnum hitt hann í óformlegu tveggja manna spjalli yfir tebolla fyrir utan ófá samtöl í síma. Þetta kallar Economist "phenomenal investment of time in Mr. Morgan," sem blaðið segir að hafi aðallega skrifað um afþreyingariðnaðinn áður en hann varð ritstjóri og hafi enga þekkingu haft á stjórnmálum er hann var leiddur til öndvegis á Mirror. Þessi staðhæfing passar við frásögn Morgan sjálfs en í bókinni segir hann meðal annars frá einkaheimsókn sinni á sveitasetur breska forsætisráðherrans nokkru eftir að hann varð ritstjóri. Þegar þeir gengu þar um ganga benti Blair á myndir af fyrirrennurum sínum á ráðherrastól og spurði hvort Morgan þekkti þá. Hann varð ekki lítið hrifin af því hve ritstjórinn var vel að sér. Þekkti þá bara alla! En Morgan upplýsir í bókinni að hann hafi bara lesið nöfnin af spjaldi sem fest var á ramma myndanna! Í bók Morgan er sagt frá grunsemdum ritstjórans fyrrverandi um að Blair hafi "haldið fram hjá sér" með því að leka skipulega áhugaverðum fréttum í samkeppnisblaðið Sun sem er útbreiddasta og áhrifamesta dagblað Bretlands. Auðvitað þurfti - og þarf - Blair líka á vinsemd þess að halda. Morgan telur að ástæðan fyrir því að Blair ræktar sambandið við Sun enn betur en við Mirror sé sú að hann telji sig ekki geta gengið að stuðningi blaðsins vísum (það er partur af hinum dyntótta Murdoch-fjölmiðlaveldi). Aftur á móti er Mirror hefðbundið stuðningsblað Verkamannaflokksins. En í Íraksmálinu hefur blaðið þó snúist gegn flokknum og Blair og þannig hefnt sín á daðri forsætisráðherrans við Sun. Fram kemur í Economist að Blair reyni að haga seglum eftir því hvernig vindar blása hjá Robert Murdoch fjölmiðlakóngi. Þannig reyni hann að hafa Sun sér hliðhollt. Hann viti til dæmis að Murdoch sé lítið hrifinn af Evrópusambandinu og þess vegna fari hann alltaf hægt í sakirnar þegar málefni þess séu á dagskrá. Sagt er að ákvörðun Blair um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirhugaða stjórnarskrá ESB hafi verð tekin eftir fundi með nánasta ráðgjafa og hugmyndafræðingi Murdochs, Irwin Stelzer. Í þeirri ákvörðun fólst algjör stefnubreyting. Líklega var það ekki tilviljun að Sun skýrði frá því að nokkrum vikum áður en ákvörðun Blair var kynnt að þjóðaratkvæðagreiðsla væri í vændum. Kannski nægir þetta til þess að Sun muni styðja Blair í kosningunum sem framundan eru. En blaðið leyfir sér hins vegar að gagnrýna hann í ýmsum málum og umfjöllun þess um embættisverk hans hefur á köflum verið óvægin undanfarna mánuði. Hin tvö síðdegisblöðin, Daily Mail og Daily Express, hafa snúist gegn Blair og hann er sagður hafa gefist upp á því að reyna að fá þau á sitt band. Það er ekki bara skortur á stuðningi þessara blaða sem vekur Blair áhyggjur heldur hve miskunnarlaus blöðin eru orðin í umfjöllun um hann og stjórnarstefnuna. Telja menn Blairs að það geti orðið honum hættulegt þegar út í kosningabaráttuna kemur. Á móti vegur að "virðulegri" dagblöð eins og Times, Financial Times og Guardian munu að öllum líkindum lýsa yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn. Áhrif þeirra á hinn almenna kjósanda eru þó talin mun minni en götublaðanna. Daily Telegraph styður sem fyrr Íhaldsflokkinn. "Fyrr mun það rotna í helvíti" segir Economist! En getur verið að stöðugar áhyggjur og svefnlausar nætur Blair og vefara hans á spunaverkstæðinu í Downing Street séu ástæðulausar? Að áhrifamáttur blaðanna sé stórlega ýktur og það sé eitthvað annað en uppsláttur þeirra og fréttameðferð sem ráði kosningahegðun á endanum? Economist segir frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að á síðustu þremur árum hafi stuðningur lesenda Sun við forsætisráðherrann minnkað úr 61% í 45%. En könnunin sýnir einnig að stuðningur lesenda andstæðingablaðsins Daily Mail hefur minnkað í nánast sama hlutfalli, úr 31% í 25%. Það bendir ekki til sérstakra áhrifa Sun á kjósendur. Kannski var allt flaðrið utan í Piers Morgan tilgangslaust segir Economist.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Bresk dagblöð eru pólitískari en við eigum að venjast víðast hvar á Vesturlöndum. Þótt því fari fjarri að þau séu flokksblöð eins og tíðkuðust hér á landi til skamms tíma hika bresku blöðin ekki við að taka afstöðu með eða móti stjórnmálaflokkum í kosningum. Afstaða blaðanna birtist þá ekki aðeins í ritstjórnargreinum heldur getur hún litað allan fréttaflutning þeirra. Þetta á ekki síst við um svokölluð götublöð, síðdegisblöðin sem stundum eru kölluð "gula pressan". Nú eru kosningar framundan í Bretlandi. Einhvern næstu daga verður tilkynnt um kjördag sem verður í maí. Tony Blair forsætisráðherra hefur á valdaferli sínum átt því láni að fagna að njóta mikils velvilja hjá pressunni. Það hefur verið að breytast á undanförnum mánuðum. Blöðin eru orðin miklu gagnrýnni og neikvæðari í hans garð. Íraksmálið á drjúgan þátt í því en mörg fleiri mál eiga einnig þátt í þessari breytingu. Sumir trúa því að afstaða blaðanna geti ráðið úrslitum um hvort ríkisstjórn Verkamannaflokksins fellur eða heldur velli í kosningunum. Það er umdeilanlegt. Þótt engir neiti því að dagblöð hafi mikil hrif á skoðanamyndun hefur ekki verið sýnt fram á það í kosningarannsóknum að einhlít fylgni sé á milli stefnu blaðanna og kosningahegðunar lesenda þeirra.Engir trúa eins mikið á áhrifamátt fjölmiðla og stjórnmálamenn.Um allan heim eru þeir gagnteknir þeirri hugmynd að fjölmiðlar ráði úrslitum um velgengni þeirra. Tony Blair hefur verið í þessum hópi. Allan valdaferil sinn - og raunar áður en hann varð forsætisráðherra - hefur hann lagt gífurlega áherslu á að mynda traust og vinsamlegt samband við helstu fjölmiðla. Þess vegna er sú staða sem nú er komin upp í Bretlandi honum mikil vonbrigði. Fjallað er um samband Blair og bresku blaðanna í nýjasta hefti vikuritsins Economist í tilefni af útkomu bókar þar sem fyrrverandi ritstjóri götublaðsins Daily Mirror, Piers Morgan, rekur einkar hreinskilnislega samskipti sín við forsætisráðherrann og fleiri fyrirmenn. Morgan segir að á ferli sínum hafi hann tuttugu og tvisvar sinnum snætt hádegisverð með Blair, sex sinnum kvöldverð, tekið við hann sex einkaviðtöl og tuttugu og fjórum sinnum hitt hann í óformlegu tveggja manna spjalli yfir tebolla fyrir utan ófá samtöl í síma. Þetta kallar Economist "phenomenal investment of time in Mr. Morgan," sem blaðið segir að hafi aðallega skrifað um afþreyingariðnaðinn áður en hann varð ritstjóri og hafi enga þekkingu haft á stjórnmálum er hann var leiddur til öndvegis á Mirror. Þessi staðhæfing passar við frásögn Morgan sjálfs en í bókinni segir hann meðal annars frá einkaheimsókn sinni á sveitasetur breska forsætisráðherrans nokkru eftir að hann varð ritstjóri. Þegar þeir gengu þar um ganga benti Blair á myndir af fyrirrennurum sínum á ráðherrastól og spurði hvort Morgan þekkti þá. Hann varð ekki lítið hrifin af því hve ritstjórinn var vel að sér. Þekkti þá bara alla! En Morgan upplýsir í bókinni að hann hafi bara lesið nöfnin af spjaldi sem fest var á ramma myndanna! Í bók Morgan er sagt frá grunsemdum ritstjórans fyrrverandi um að Blair hafi "haldið fram hjá sér" með því að leka skipulega áhugaverðum fréttum í samkeppnisblaðið Sun sem er útbreiddasta og áhrifamesta dagblað Bretlands. Auðvitað þurfti - og þarf - Blair líka á vinsemd þess að halda. Morgan telur að ástæðan fyrir því að Blair ræktar sambandið við Sun enn betur en við Mirror sé sú að hann telji sig ekki geta gengið að stuðningi blaðsins vísum (það er partur af hinum dyntótta Murdoch-fjölmiðlaveldi). Aftur á móti er Mirror hefðbundið stuðningsblað Verkamannaflokksins. En í Íraksmálinu hefur blaðið þó snúist gegn flokknum og Blair og þannig hefnt sín á daðri forsætisráðherrans við Sun. Fram kemur í Economist að Blair reyni að haga seglum eftir því hvernig vindar blása hjá Robert Murdoch fjölmiðlakóngi. Þannig reyni hann að hafa Sun sér hliðhollt. Hann viti til dæmis að Murdoch sé lítið hrifinn af Evrópusambandinu og þess vegna fari hann alltaf hægt í sakirnar þegar málefni þess séu á dagskrá. Sagt er að ákvörðun Blair um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirhugaða stjórnarskrá ESB hafi verð tekin eftir fundi með nánasta ráðgjafa og hugmyndafræðingi Murdochs, Irwin Stelzer. Í þeirri ákvörðun fólst algjör stefnubreyting. Líklega var það ekki tilviljun að Sun skýrði frá því að nokkrum vikum áður en ákvörðun Blair var kynnt að þjóðaratkvæðagreiðsla væri í vændum. Kannski nægir þetta til þess að Sun muni styðja Blair í kosningunum sem framundan eru. En blaðið leyfir sér hins vegar að gagnrýna hann í ýmsum málum og umfjöllun þess um embættisverk hans hefur á köflum verið óvægin undanfarna mánuði. Hin tvö síðdegisblöðin, Daily Mail og Daily Express, hafa snúist gegn Blair og hann er sagður hafa gefist upp á því að reyna að fá þau á sitt band. Það er ekki bara skortur á stuðningi þessara blaða sem vekur Blair áhyggjur heldur hve miskunnarlaus blöðin eru orðin í umfjöllun um hann og stjórnarstefnuna. Telja menn Blairs að það geti orðið honum hættulegt þegar út í kosningabaráttuna kemur. Á móti vegur að "virðulegri" dagblöð eins og Times, Financial Times og Guardian munu að öllum líkindum lýsa yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn. Áhrif þeirra á hinn almenna kjósanda eru þó talin mun minni en götublaðanna. Daily Telegraph styður sem fyrr Íhaldsflokkinn. "Fyrr mun það rotna í helvíti" segir Economist! En getur verið að stöðugar áhyggjur og svefnlausar nætur Blair og vefara hans á spunaverkstæðinu í Downing Street séu ástæðulausar? Að áhrifamáttur blaðanna sé stórlega ýktur og það sé eitthvað annað en uppsláttur þeirra og fréttameðferð sem ráði kosningahegðun á endanum? Economist segir frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að á síðustu þremur árum hafi stuðningur lesenda Sun við forsætisráðherrann minnkað úr 61% í 45%. En könnunin sýnir einnig að stuðningur lesenda andstæðingablaðsins Daily Mail hefur minnkað í nánast sama hlutfalli, úr 31% í 25%. Það bendir ekki til sérstakra áhrifa Sun á kjósendur. Kannski var allt flaðrið utan í Piers Morgan tilgangslaust segir Economist.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar