Sport

Klár eftir mánuð, segir Sigfús

Það styttist í að landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðsson geti farið að leika handknattleik á ný en hann hefur nánast ekkert leikið í vetur vegna meiðsla. Sigfús hefur tvisvar þurft að leggjast undir hnífinn á einu ári og voru margir búnir að afskrifa kappann. Þjálfari Sigfúsar, Alfreð Gíslason, segir hann þó allan að koma til og vonast til að geta notað hann fljótlega. "Það eru svona fjórar vikur í Sigfús. Hann er byrjaður að hlaupa en ekkert byrjaður að æfa með okkur," sagði Alfreð. "Það væri ekki verra að fá hann fljótlega. Hann hefur nánast ekkert leikið með okkur í ár og ég get svo sannarlega nýtt krafta hans í vörninni hjá okkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×