Eiður Smári mætir Bæjurum 18. mars 2005 00:01 Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ Sjá meira
Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ Sjá meira