Innlent

Byrjað á göngum í júlí að ári

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi á Siglufirði sem nú stendur yfir. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003. Skömmu eftir kosningarnar var verkinu hins vegar slegið á frest um tvö ár og borið við yfirvofandi verða þau lengstu veggöng hérlendis og verkefnið í heild ein stærsta framkvæmd sem ríkið þensluástandi. Göngin sem tengja eiga Siglufjörð og Ólafsfjörð um Héðinsfjörð verða í tvennu lagi og saman hefur lagt í. Þegar tilboð í verkið voru opnuð fyrir tveimur árum reyndist lægsta boð vera upp á liðlega sex milljarða króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×