Innlent

Þrír meirihlutar á kjörtímabili

Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni. Valgarður Hilmarsson verður áfram forseti bæjarstjórnar og Jóna Fanney Friðriksdóttir áfram bæjarstjóri en nýr formaður bæjarráðs verður Ágúst Þór Bragason frá D-lista. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Sjö fulltrúar eru í bæjarstjórn Blönduóss, þrír frá H-lista, tveir frá Á-lista og tveir frá Sjálfstæðisflokknum. Á-listi og sjálfstæðismenn mynduðu fyrsta meirihlutann eftir síðustu kosningar en það samstarf stóð aðeins í 38 daga. Þá tóku við H-listi og Á-listi og nú er svo komið að því að reyna síðasta möguleikann, D-lista og H-lista.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×