Dómur í Skeljungsráninu þyngdur 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?