Dauði eða blessun landsliðsins 23. mars 2005 00:01 Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun