Innlent

Segir leikskóla ekki gjaldfrjálsa

Frjálshyggjufélagið segir áform borgarstjóra um að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan ársins 2008 einungis millifærslu á fjármunum í gegnum skatta frá þeim sem ekki nýti sér þjónustuna til þeirra sem nýti hana. Í ályktun, sem félagið sendi frá sér í dag, segir að þjónustan sé ekki gjaldfrjáls og með því að bjóða upp á ókeypis leikskóla í borginni sé verið að mismuna þeim sem ekki geti eða vilji eignast börn og hinum sem vilji það og geti. Frjálshyggjufélagið hafnar slíkri mismunun og telur farsælla og eðlilegra að sveitarfélög hætti rekstri leikskóla og lækki skatta á móti. Einkaaðilar hafi meiri hvata til að veita góða þjónustu og hagræða í rekstri og hafi að jafnaði náð betri árangri í rekstri en hið opinbera í gegnum tíðina. Rekstur leikskóla sé ekki undantekning frá því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×