Erlent

Ástandið rólegra í Kirgistan

Ástandið í Bishkek, höfuðborg Kirgistans, er nú sagt vera rólegra en síðustu sólarhringa. Glæpagengi hafa nýtt sér upplausnarástandið og gengið um ruplandi og rænandi. Sjálfboðaliðar, vopnaðir bareflum, aðstoðuðu lögreglu við að gæta verslana í nótt. Ashkar Akayev, forseti Kirgistan, sem flúði til Rússlands í fyrradag, kom þeim skilaboðum áleiðis með tölvupósti í gær að hann sé enn við völd í landinu og svo muni áfram verða. Akayev flúði landið í kjölfar uppreisnar stjórnarandstæðinga í höfuðborginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×