Held að Víkingur vinni í Eyjum 30. mars 2005 00:01 ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira