Bíll fyrir fagurkera 1. apríl 2005 00:01 Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA Bílar Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA
Bílar Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira