Sport

Sigur hjá Ólafi Stefáns

Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta fóru fram um helgina. Á laugardag tóku Evrópumeistarar Celje Lasko á móti spænska stórliðinu Barcelona í Celje og sigruðu heimamenn með þriggja marka mun, 34-31. Siarhei Rutenka skoraði 11 mörk fyrir Celje en Iker Romero var markahæstur í liði gestanna með 10 mörk. Það verður þrautin þyngri hjá slóvenska liðinu að verja þetta forskot í síðari leiknum á Spáni. Í gær mættust síðan Ciudad Real og Montpellier á Spáni en franska félagið kom skemmtilega á óvart með því að slá út þýska félagið Flensburg í átta liða úrslitum keppninnar. Eftir frekar rólega byrjun tóku heimamenn, með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, leikinn í sínar hendur og þeir unnu með sex marka mun, 30-24.Þeir fengu kjörið tækifæri til þess að ná sjö marka forystu undir lokin þegar þeir fengu vítakast. Ólafur Stefánsson tók vítið en franski markvörðurinn greip slaka vippu Ólafs. Annars átti Ólafur mjög góðan leik, skoraði sex mörk, gaf fjölda stoðsendinga og var einn besti maður leiksins ásamt markverðinum Javier Hombrados.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×