Meirihluti lögreglubíla er úreltur 4. apríl 2005 00:01 Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira
Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira