Gaflarar berast á banaspjótum 4. apríl 2005 00:01 Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL-deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka hefja sína baráttu gegn nágrönnunum og erkifjendunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum. FH-ingar eru ekki taldir líklegir til afreka í þessari rimmu enda tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni með naumum sigri á Víkingi í umspili en á sama tíma sigruðu Haukar úrvalsdeildina. Styrkleikamunurinn er því ansi mikill en allt getur gerst í úrslitakeppninni þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök. Sú rimma sem fyrir fram er talin mest spennandi er viðureign Vals og HK. Bæði lið hafa verið frekar óstöðug í vetur en miklar væntingar voru gerðar til HK-liðsins og þeim var meðal annars spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liðanna síðasta haust. Það hefur hallað undan fæti hjá Kópavogsbúum í síðustu leikjum en Valsmenn hafa verið að styrkjast frekar en annað upp á síðkastið. Rimma ÍR og KA verður einnig áhugaverð en bikarmeistarar ÍR mæta til leiks með laskað lið en landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson mun reyna að leika meiddur í úrslitakeppninni en hann þarf að fara í speglun fyrr frekar en síðar. ÍBV hefur verið á stöðugri uppleið í allan vetur og þeir eru margir sem spá því að þeir fari langt í vetur. Sérstaklega eftir að þeir fengu stórskyttuna Tite Kalandadze í sínar raðir. Eyjamenn taka á móti Fram sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra 1. deildina. Framarar tefla fram frekar ungu liði og mat sérfræðinga er að þeir verði auðveld bráð fyrir lið ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL-deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka hefja sína baráttu gegn nágrönnunum og erkifjendunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum. FH-ingar eru ekki taldir líklegir til afreka í þessari rimmu enda tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni með naumum sigri á Víkingi í umspili en á sama tíma sigruðu Haukar úrvalsdeildina. Styrkleikamunurinn er því ansi mikill en allt getur gerst í úrslitakeppninni þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök. Sú rimma sem fyrir fram er talin mest spennandi er viðureign Vals og HK. Bæði lið hafa verið frekar óstöðug í vetur en miklar væntingar voru gerðar til HK-liðsins og þeim var meðal annars spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liðanna síðasta haust. Það hefur hallað undan fæti hjá Kópavogsbúum í síðustu leikjum en Valsmenn hafa verið að styrkjast frekar en annað upp á síðkastið. Rimma ÍR og KA verður einnig áhugaverð en bikarmeistarar ÍR mæta til leiks með laskað lið en landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson mun reyna að leika meiddur í úrslitakeppninni en hann þarf að fara í speglun fyrr frekar en síðar. ÍBV hefur verið á stöðugri uppleið í allan vetur og þeir eru margir sem spá því að þeir fari langt í vetur. Sérstaklega eftir að þeir fengu stórskyttuna Tite Kalandadze í sínar raðir. Eyjamenn taka á móti Fram sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra 1. deildina. Framarar tefla fram frekar ungu liði og mat sérfræðinga er að þeir verði auðveld bráð fyrir lið ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira