Hlynur bjargaði Val 6. apríl 2005 00:01 Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2. Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2.
Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira