Fréttastofa í gíslingu? Snorri Þórisson skrifar 6. apríl 2005 00:01 Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Fréttamenn hafa haldið fréttatímum stofnunarinnar í gíslingu og talað hver við annan um ágæti hvers annars og um leið verið með ærumeiðingar og níð í garð umsækjandans sem útvarpsstjóri og útvarpsráð völdu til að blása nýju lífi í fréttastofuna. Því miður hefur umsækjandinn, Auðun Georg nú ákveðið að taka ekki stöðu fréttastjóra þar sem grátkór fréttamanna hefur gert honum það ókleift. Spurningin er, hver á að fara með mannaforráð í Ríkisútvarpinu, þar með talinni fréttadeild stofnunarinnar? Eru það fréttamenn eða útvarpsstjóri? Samkvæmt stjórnskipan er það útvarpsstjóri. Nú er bara spurningin hver eftirleikurinn verður. Mun útvarpsstjóri taka á sig rögg og reka grátkórinn sem hefur gerst brotlegur í opinberu starfi eða mun kórinn áfram halda fréttastofunni í gíslingu? Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fram til þessa verið talin óvilhallur og traustur fréttamiðill en hefur nú sett niður vegna þessa máls. Með hlutdrægum fréttaflutningi hefur trúverðugleiki fréttastofunnar glatast. Þjóðin á heimtingu á að ráðinn verði nýr fréttastjóri sem kemur ekki úr röðum þeirra sem blönduðust inn í málið með einu eða öðrum hætti. Höfundur er kvikmyndaframleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Fréttamenn hafa haldið fréttatímum stofnunarinnar í gíslingu og talað hver við annan um ágæti hvers annars og um leið verið með ærumeiðingar og níð í garð umsækjandans sem útvarpsstjóri og útvarpsráð völdu til að blása nýju lífi í fréttastofuna. Því miður hefur umsækjandinn, Auðun Georg nú ákveðið að taka ekki stöðu fréttastjóra þar sem grátkór fréttamanna hefur gert honum það ókleift. Spurningin er, hver á að fara með mannaforráð í Ríkisútvarpinu, þar með talinni fréttadeild stofnunarinnar? Eru það fréttamenn eða útvarpsstjóri? Samkvæmt stjórnskipan er það útvarpsstjóri. Nú er bara spurningin hver eftirleikurinn verður. Mun útvarpsstjóri taka á sig rögg og reka grátkórinn sem hefur gerst brotlegur í opinberu starfi eða mun kórinn áfram halda fréttastofunni í gíslingu? Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fram til þessa verið talin óvilhallur og traustur fréttamiðill en hefur nú sett niður vegna þessa máls. Með hlutdrægum fréttaflutningi hefur trúverðugleiki fréttastofunnar glatast. Þjóðin á heimtingu á að ráðinn verði nýr fréttastjóri sem kemur ekki úr röðum þeirra sem blönduðust inn í málið með einu eða öðrum hætti. Höfundur er kvikmyndaframleiðandi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar