Vítin voru aumingjaskapur 6. apríl 2005 00:01 HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira