Sport

ÍBV sigraði í maraþonleik

ÍBV sigraði Fram 42-41 eftir vítakeppni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, en leikið var í Vestmannaeyjum. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 24-24, og framlengja þurfti leikinn. Aftur var jafnt, 30-30, og enn og aftur þurfti að framlengja. Að lokinni annari framlengingu var aftur jafnt, 37-37, og vítakeppni staðreynd.  Zoltan Belany tryggði ÍBV sigur í annari umferð vítakeppninnar í þessum magnaða og lengsta handboltaleik sem sögur fara af á Íslandsmóti. Tite Kalandaze var markahæstur í liði ÍBV með 9 mörk  en hjá Fram skoraði Jón Pétursson 14.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×