Umferðaróhöppum fækkar lítið 7. apríl 2005 00:01 Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira