HK tryggði sér oddaleik 7. apríl 2005 00:01 HK var ekki í miklum vandræðum með að leggja Val að velli í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildar karla í handknattleik í Digranesi í gær. Þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-14, en unnu að lokum með sex marka mun, 34-28. Liðin mætast í oddaleik að Hlíðarenda á laugardag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en HK var mikið betra liðið í þeim síðari og hreinlega keyrði Val í kaf á upphafsmínútum hálfleiksins. Valur vaknaði aldrei eftir það og sigur HK var öruggur og þægilegur. Augustas Strazdas átti stórleik fyrir HK og skoraði tíu mörk úr tíu skotum. Björgvin Páll markvörður var einnig öflugur en hann varði 20 skot og þar af tvö víti. Ólafur Víðir stýrði sóknarleik HK af mikilli röggsemi og skoraði lagleg mörk inn á milli. Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér í þessum leik og aðeins Sigurður Eggertsson var líkur sjálfum sér. Baldvin Þorsteinsson er búinn að tapa taugastríðinu gegn Björgvini Páli markverði og þorði vart að sækja að marki HK í gær. Heimir Örn Árnason hefur einnig verið mjög slakur í báðum leikjunum og hann verður að rífa sig upp ætli Valsmenn sér sigur í oddaleiknum. - HBGHK-Valur 34-28 (15-14)Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 10 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 7 (9), Valdimar Þórsson 5/2 (11/2), Elías Már Halldórsson 4 (8), Tomas Eitutis 2 (4), Alexander Arnarsson 2 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (3), Karl Grönvold 1 (1), Brynjar Valsteinsson 1 (2). Hraðaupphlaup: 6 (Elías 2, Strazdas, Alexander, Valdimar, Brynjar). Fiskuð víti: 2 (Strazdas 2). Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 7 (10), Heimir Örn Árnason 6 (14), Vilhjálmur Ingi Halldórsson 4/1 (12/2), Brendan Þorvaldsson 3 (5), Baldvin Þorsteinsson 3 (6/1), Kristján Karlsson 2 (3), Ásbjörn Stefánsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (3), Þórir Sigmundsson 1 (1). Hraðaupphlaup: 7 (Heimir 3, Vilhjálmur, Hjalti, Baldvin, Þórir.) Fiskuð víti: 3 (Ásbjörn 2, Brendan). Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira
HK var ekki í miklum vandræðum með að leggja Val að velli í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildar karla í handknattleik í Digranesi í gær. Þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-14, en unnu að lokum með sex marka mun, 34-28. Liðin mætast í oddaleik að Hlíðarenda á laugardag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en HK var mikið betra liðið í þeim síðari og hreinlega keyrði Val í kaf á upphafsmínútum hálfleiksins. Valur vaknaði aldrei eftir það og sigur HK var öruggur og þægilegur. Augustas Strazdas átti stórleik fyrir HK og skoraði tíu mörk úr tíu skotum. Björgvin Páll markvörður var einnig öflugur en hann varði 20 skot og þar af tvö víti. Ólafur Víðir stýrði sóknarleik HK af mikilli röggsemi og skoraði lagleg mörk inn á milli. Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér í þessum leik og aðeins Sigurður Eggertsson var líkur sjálfum sér. Baldvin Þorsteinsson er búinn að tapa taugastríðinu gegn Björgvini Páli markverði og þorði vart að sækja að marki HK í gær. Heimir Örn Árnason hefur einnig verið mjög slakur í báðum leikjunum og hann verður að rífa sig upp ætli Valsmenn sér sigur í oddaleiknum. - HBGHK-Valur 34-28 (15-14)Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 10 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 7 (9), Valdimar Þórsson 5/2 (11/2), Elías Már Halldórsson 4 (8), Tomas Eitutis 2 (4), Alexander Arnarsson 2 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (3), Karl Grönvold 1 (1), Brynjar Valsteinsson 1 (2). Hraðaupphlaup: 6 (Elías 2, Strazdas, Alexander, Valdimar, Brynjar). Fiskuð víti: 2 (Strazdas 2). Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 7 (10), Heimir Örn Árnason 6 (14), Vilhjálmur Ingi Halldórsson 4/1 (12/2), Brendan Þorvaldsson 3 (5), Baldvin Þorsteinsson 3 (6/1), Kristján Karlsson 2 (3), Ásbjörn Stefánsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (3), Þórir Sigmundsson 1 (1). Hraðaupphlaup: 7 (Heimir 3, Vilhjálmur, Hjalti, Baldvin, Þórir.) Fiskuð víti: 3 (Ásbjörn 2, Brendan).
Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira