Endurskoða þarf 24 ára reglu Toshiki Toma skrifar 13. október 2005 19:01 Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun