Fram knúði fram oddaleik 13. október 2005 19:01 Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22. Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira