Ein fjölmennasta útför sögunnar 13. október 2005 19:01 Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira