Ein fjölmennasta útför sögunnar 13. október 2005 19:01 Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira