Sport

Árni kannar aðstæður hjá Flensburg

Árni Þór Sigtryggsson, landsliðsmaður í hanknattleik og leikmaður Þórs á Akureyri, heldur í dag til Þýskalands til skoðunnar hjá þýska meistaraliðinu Flensburg, einu besta félagsliði heims. Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja og aðstoðarþjálfari Flensburgar, sá Árna Þór leika með landsliðinu skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Laugardalshöll um páskana og mælti með pilti við forráðamenn Flensburgar. Torsten Storm, framkvæmdastjóri Flensburgar, sagði í samtali við íþróttadeildina í morgun að Árni Þór væri álitlegur kostur en það yrði að koma í ljós hvort honum yrði boðinn samningur hjá félaginu. Fleiri félög í Evrópu hafa falast eftir kröftum Árna Þórs en mikill skortur er á efnilegum örvhentum skyttum í Evrópu í dag. Á dögunum fékk Árni Þór tilboð frá Göppingen um að ganga til liðs við félagið árið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×