Tillögur fjölmiðlanefndar ekki lög 13. apríl 2005 00:01 Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira