Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar 14. apríl 2005 00:01 Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3. Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3.
Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Sjá meira