Ætlaði ekki að bana Sæunni 15. apríl 2005 00:01 Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott. Lög og regla Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott.
Lög og regla Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira