Einar Örn fær ekki laun 16. apríl 2005 00:01 Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sjá meira
Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sjá meira