Blendingsbílar í stað bensínháka 17. apríl 2005 00:01 Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni. Bílar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni.
Bílar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira