Boðin aðstoð gegn streitu 18. apríl 2005 00:01 "Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
"Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira