Sport

Advocaat farinn

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, Dick Advocaat, hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari þýska Bundesliguliðsins Borussia Mönchengladbach eftir aðeins 18 leiki við stjórnvölinn. Aðstoðarþjalfarinn Pim Verbeeck er einnig farinn og hefur Horst Köppel þjálfari U23 liðs Mönchengladbach tekið við aðalliðinu. Liðið er aðeins einu stigi frá fallsævði í deildinni. Advocaat tók við liðinu Holger Fach í nóvember sl. og hefur aðeins náð að innbyrða 18 stig í leikjunum 18 en liðið gerði 1-1 jafntefli við Mainz um helgina. Ákvörðunin að hætta var hans eigin sem þýðir að hann fær enga bótagreiðslu við starfslokasamninginn. Meðal leikmanna liðsins eru Christian Ziege, Giovane Elber, Wesley Sonck og Oliver Neuville.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×