Bjartsýni á samstarf R-listans 18. apríl 2005 00:01 Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira