Joseph Ratzinger kjörinn páfi 19. apríl 2005 00:01 Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira