Var yfirmaður rannsóknarréttar 19. apríl 2005 00:01 Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira