Tryllt árás í miðbænum 19. apríl 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira