Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild 20. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira