Horfði á sjónvarpið með grímuna 20. apríl 2005 00:01 Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Sjá meira
Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Sjá meira