Horfði á sjónvarpið með grímuna 20. apríl 2005 00:01 Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því. Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira