Hver greiðir laun Guðmundar? 20. apríl 2005 00:01 Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Íslenski handboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira