Heldur KA í gíslingu 20. apríl 2005 00:01 Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira