Ákæran 900 þúsundum lægri 20. apríl 2005 00:01 Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira