Haukar í úrslit 21. apríl 2005 00:01 Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn." Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira