ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik 21. apríl 2005 00:01 ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Það vakti athygli að Roland Eradze sem varði 20 skot á fyrstu 40 mínútum leiksins var skipt útaf þegar 20 mínútur voru eftir og kom ekkert inná meira í leiknum. Hinum megin var það hinsvegar góð markvarsla Ólafs Hauks Gíslasonar allan leikinn og árangursrík 4:2 vörn á aðalskyttur ÍBV sem lagði grunninn að sigrinum. "Við tóku aðra tvo úr umferð í dag en í lokin á síðasta leik og það gekk upp. Við leystum líka sóknina sem var til vandræða hjá okkur í fyrsta leiknum. Þetta var allt annað. Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni, það var núna eða aldrei og það verður það sama upp á teningnum á sunnudaginn," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR eftir leikinn sem var öllu kátari en kollegi sinn hjá ÍBV.. "Það er alveg sama hvað við gerum. Það voru dæmdir 15 ruðningar á okkur í fyrri hállfeik og við fengum aldrei að stilla upp. Það var allt reynt til að dæma á okkur sóknarlega. Við fáum ekkert að spila okkar leik. Menn eru meðal annars búnir að taka Svavar Vignisson fyrir og það eina sem við getum gert er að taka hann útaf. Við getum ekki leyft honum að spila því dómarnir vilja ekki hafa hann inná," sagði harðorður þjálfari Eyjamanna Erlingur Richardsson eftir leik en gat þó ekki bent á betri dómara til þess að dæma oddaleikinn. "Hvaða dómarar eru í boði, við eigum ekkert betra. Við erum með langtum betra lið og erum til dæmis bara að tapa hér með fjórum mörkum þótt þeir séu með dómarana með sér allan leikinn. Ég stolltur af strákunum fyrir það. Við þurfum bara að fá dómara sem leyfa okkur að spila handbolta. Við erum búnir að fá ná. Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍR-ÍBV 33-29 (15-12)Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 7 (9/1), Tryggvi Haraldsson 7 (12), Ólafur Sigurjónsson 6 (10), Ingimundur Ingimundarson 6/4 (14/6), Fannar Þorbjörnsson 3 (3), Bjarni Fritzson 3 (5), Ragnar Már Helgason 1 (4). Varin skot: Ólafur H. Gíslason 22 (af 48/3, 46%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (af 4/4, 25%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Tryggvi 3, Ólafur 1, Bjarni 1) Vítanýting: Skoruðu úr 4 af 7 vítum. Fiskuð víti: Hannes 2, Tryggvi 2, Fannar 2, Karl Gunnarsson Brottvísanir: 16 mínútur. Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 9/4 (12/4), Zoltan Belanýi 7/2 (11/3), Tite Kalandaze 5 (7), Kári Kristjánsson 3 (4), Davíð Óskarsson 2 (3), Robert Bognar 2 (3), Sigurður Ari Stefánsson 1 (5), Björgvin Rúnarsson 0 (2). Varin skot: Rolnad Valur Eradze 20 (af 43/3, 47%), Jóhann Ingi Guðmundsson 6/1 (af 16/2, 38%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Samúel 1, Belanýi 1, Kári 1) Vítanýting: Skoruðu úr 6 af 7 vítum. Fiskuð víti: Samúel 2, Svavar Vignisson 2, Davíð, Bognar, Sigurður Ari. Brottvísanir: 14 mínútur. Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira
ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Það vakti athygli að Roland Eradze sem varði 20 skot á fyrstu 40 mínútum leiksins var skipt útaf þegar 20 mínútur voru eftir og kom ekkert inná meira í leiknum. Hinum megin var það hinsvegar góð markvarsla Ólafs Hauks Gíslasonar allan leikinn og árangursrík 4:2 vörn á aðalskyttur ÍBV sem lagði grunninn að sigrinum. "Við tóku aðra tvo úr umferð í dag en í lokin á síðasta leik og það gekk upp. Við leystum líka sóknina sem var til vandræða hjá okkur í fyrsta leiknum. Þetta var allt annað. Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni, það var núna eða aldrei og það verður það sama upp á teningnum á sunnudaginn," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR eftir leikinn sem var öllu kátari en kollegi sinn hjá ÍBV.. "Það er alveg sama hvað við gerum. Það voru dæmdir 15 ruðningar á okkur í fyrri hállfeik og við fengum aldrei að stilla upp. Það var allt reynt til að dæma á okkur sóknarlega. Við fáum ekkert að spila okkar leik. Menn eru meðal annars búnir að taka Svavar Vignisson fyrir og það eina sem við getum gert er að taka hann útaf. Við getum ekki leyft honum að spila því dómarnir vilja ekki hafa hann inná," sagði harðorður þjálfari Eyjamanna Erlingur Richardsson eftir leik en gat þó ekki bent á betri dómara til þess að dæma oddaleikinn. "Hvaða dómarar eru í boði, við eigum ekkert betra. Við erum með langtum betra lið og erum til dæmis bara að tapa hér með fjórum mörkum þótt þeir séu með dómarana með sér allan leikinn. Ég stolltur af strákunum fyrir það. Við þurfum bara að fá dómara sem leyfa okkur að spila handbolta. Við erum búnir að fá ná. Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍR-ÍBV 33-29 (15-12)Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 7 (9/1), Tryggvi Haraldsson 7 (12), Ólafur Sigurjónsson 6 (10), Ingimundur Ingimundarson 6/4 (14/6), Fannar Þorbjörnsson 3 (3), Bjarni Fritzson 3 (5), Ragnar Már Helgason 1 (4). Varin skot: Ólafur H. Gíslason 22 (af 48/3, 46%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (af 4/4, 25%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Tryggvi 3, Ólafur 1, Bjarni 1) Vítanýting: Skoruðu úr 4 af 7 vítum. Fiskuð víti: Hannes 2, Tryggvi 2, Fannar 2, Karl Gunnarsson Brottvísanir: 16 mínútur. Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 9/4 (12/4), Zoltan Belanýi 7/2 (11/3), Tite Kalandaze 5 (7), Kári Kristjánsson 3 (4), Davíð Óskarsson 2 (3), Robert Bognar 2 (3), Sigurður Ari Stefánsson 1 (5), Björgvin Rúnarsson 0 (2). Varin skot: Rolnad Valur Eradze 20 (af 43/3, 47%), Jóhann Ingi Guðmundsson 6/1 (af 16/2, 38%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Samúel 1, Belanýi 1, Kári 1) Vítanýting: Skoruðu úr 6 af 7 vítum. Fiskuð víti: Samúel 2, Svavar Vignisson 2, Davíð, Bognar, Sigurður Ari. Brottvísanir: 14 mínútur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira