Óhress með árangurinn 22. apríl 2005 00:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni." Íslenski handboltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Sjá meira