Fjölskyldan flúin af heimilinu 22. apríl 2005 00:01 Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent