Miklar framkvæmdir í Vatnsmýrinni 23. apríl 2005 00:01 Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira