Sport

Atli tekur við FH

Atli Hilmarsson, fyrrum þjálfari KA og þýska liðsins Friesenheim, mun þjálfa karlalið FH í DHL-deildinni í handbolta næstu þrjú árin. Þetta staðfesti Örn Magnússon, verðandi formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Fréttablaðið í gær. Atli er búsettur á Akureyri og hefur verið tregur til að bregða búi en Örn sagði að það væri allt frágengið með það. "Við erum gífurlega ánægðir með að hafa náð samningum við Atla. Hann var alltaf okkar fyrsti kostur enda frábær þjálfari. Koma hans sýnir að það er mikill metnaður í félaginu og ég er fullviss að hann mun draga að góða leikmenn. Það er stefna okkar að gera raunhæfa atlögu að titlinum á næsta ári og vekja þann sofandi risa sem FH hefur verið undanfarin ár," sagði Örn en FH-ingar duttu út í átta liða úrslitum fyrri grönnum sínum í Haukum á þessu tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×