Landsliðsklíka í Laugardalnum 24. apríl 2005 00:01 Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - vignir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - vignir@frettabladid.is
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun