Boston 1 - Indiana 1 26. apríl 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira