Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning 26. apríl 2005 00:01 Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira